Árlegri ráðstefnu FÁR lauk á Sunnudag eftir þriggja daga vel heppnaða dagskrá þar sem fór saman fræðsla, samvera og skemmtun.
Margir fróðlegir fyrirlestrar voru haldnir og eru þeim sem þá fluttu færðar sérstakar þakkir fyrir þá miklu vinnu sem þau lögðu á sig til að gera dagskránna sem besta úr garði.
Þóra Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri Vogs hefur starfað hjá SÁÁ í tæp 14 ár og á þeim tíma tekið þátt í fræðslu um heilsueflingu og hefur sérstakan áhuga á slökun og hollu mataræði. Þóra hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um Matarfík – Ofát – Samskipti sem nálgast má hér.