Samkomulag er milli FÁR (félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa) og NAADAC um að frá og með mars 2003 geti félagar í FÁR tekið öll próf NAADAC. CAC I (Certified Alcohol Counselor Level 1), CAC II (Certified Alcohol Counselor Level 2) og MAC (Master Alcohol Counselor). Einnig að FÁR hefur leyfi til að nota kennsluefni NAADAC og gefa út viðurkenningar á þeirri kennslu sem félagið stendur fyrir.
Það er mikill áhugi hjá ráðgjöfum að taka þessi próf og því hefur stjórn FÁR ákveðið að næst prófdagur verði í mars 2011. Skráningu og greiðslu prófgjalda þarf að vera lokið fyrir 15. Janúar 2011.
Prófin eru á ensku og er það PTC sem hefur umsjón með prófunum. Samstafaðili PTC hér á landi er Mimir símenntun. Hægt er að nálgast lesefni hjá réttindaráði FÁR sem einnig veitir allar upplýsingar um prófin. Netfang: www.far.is; far@far.is
Kostnaður við prófið er 40.000,- kr. Ein endurtaka er innifalin í því gjaldi ef próf er endurtekið næsta mögulega prófdag. Eftir það er greitt annað prófgjald.
Til að taka CACI prófið þarf eftirfarandi skilyrðum að vera fullnægt
Að próftaki hafi unnið a.m.k. 6000 klst. (að lágmarki 3 ár) við áfengis- og vímuefnaráðgjöf á viðurkenndri stofnun þar sem regluleg handleiðsla fer fram.
Að próftaki sé starfandi á viðurkenndri stofnun þegar prófið fer fram.
Að próftaki hafi hlotið a.m.k. 300 klst. kennslu og þjálfun í áfengis- og vímuefnameðferð, þar af séu 6 klst. um AIDS/HIV og 6 klst. um siðfræði
Að próftaki standist forpróf FÁR.
Að próftaki hafi lesið og samþykkt skriflega siðareglur NAADAC og FÁR
Að próftaki skili til réttindaráðs FÁR fullgildri umsókn tveimur mánuðum fyrir próf, standi skil á prófgjaldi og að fyrir liggi allar upplýsingar um starfsferil og menntun próftaka.