Svefntruflanir og fíkn.

Scientists find troubling link between sleep deprivation and addiction

-Vísindamenn sýna fram á alvarlega skörun á svefntruflunum og fíknar.

Úrdráttur:

Í nýlegri grein eftir Ali Pattillo eru áhrif orexin kerfisins í heilanum á fíkn rannsökuð. Rétt eins og að næra sig vel og drekka nóg af vatni er svefn nauðsynlegur manneskjunni. Lífsklukkunni gefst þarna tækifæri til að græða líkamlega sár, vinna úr amstri dagsins og umrita minningar, jafnframt huga að ónæmiskerfinu og efnaskiptum. Svefn hefur einnig á verðlaunahvöt og hegðun. Slæmur svefn getur útsett einstakling til áhættuhegðunar eins og t.d. misnotkunar á áfengi og vímuefnum.

Í áratugi hafa vísindin vitað að kókaínneysla og svefn eru í tvíverkandi sambandi: Neysla kókaíns truflar svefn og svefntruflun ýtir undir líkurnar á neyslu kókaíns. Það sem uppgötvaðist ekki fyrr en nýlega, er hvaða partur heilans hefur þessi leiðandi áhrif og hvernig svefntruflun leiðir beinlínis til kókaínfíknar.

Orexin taugaboðefni einnig þekkt sem hypocretin, stýra hvötum, matarlyst, verðlaunakerfinu, skapi og hversu vakandi við erum. Svefntruflanir hafa einnig áhrif á orexin taugaboðefnin sem hafa svo áhrif á ofangreind atriði.

Sömu niðurstöður voru að finna varðandi önnur örvandi efni eins og amfetamín og methyphenidate.

Þegar fólk er að ná sér niður af örvandi efnum eins og kókaíni má reikna með svefntruflunum. Svefntruflanir örva orexin kerfið sem stýrir þér í fíkn í frekari örvandi efna neyslu.

Þeir sem glíma við raunverulegan svefnvanda eins og kæfisvefn eða annarskonar svefntruflanir munu auka batalíkur sínar við fíknsjúkdóm með því að leita sér faglegrar aðstoðar og rækta með sér svefnhreinlæti og agaðrar rútínu varðandi svefn.

Greinina má svo lesa hér:

Birkir Björnsson Áfengis og vímuefnaráðgjafi tók saman.