Siðareglur Félags Áfengis- og Vímuefnaráðgjafa
- Ég mun virða hin siðfræðilegu gildi sjálfræði, góðvild og réttlæti, og veita þeim forgang í faglegu starfi mínu.
- Ég mun ekki gera upp á milli sjúklinga eða starfsmanna eftir kynþætti, trú, aldri, kyni, fötlun, ætterni, kynhneigð eða fjárhag.
- Ég mun auðsýna óhlutdrægni og heiðarleika og viðhalda bestu gæðum þeirrar þjónustu sem ég býð.
- Ég veit að starfsréttindi mín byggjast á stöðlum um getu og hæfni sem miða að sem bestri þjónustu í þágu þjóðfélagsins, sjúklingsins, sjálfs mín og starfstéttarinnar í heild.
- Ég skil einnig að þörfin á viðvarandi endurmenntun er hluti af faglegri starfsgetu.
- Ég mun viðhalda lagalegum og viðurkenndum siðareglum sem eiga við um faglegt framferði.
- Ég mun á heiðarlegan hátt virða takmarkanir núverandi þekkingar í opinberum yfirlýsingum sem varða áfengis- og vímuefnafíkn.
- Ég mun viðurkenna og nefna alla þá sem hafa lagt til efni og vinnu við það sem birtar ritsmíðar byggja á.
- Ég mun sýna manneskjunni eða hópnum sem ég vinn með virðingu og verja velferð þeirra.
- Ég mun vernda rétt sjúklingsins og mun ekki láta af hendi trúnaðarupplýsingar sem fengnar eru við kennslu, vinnu eða rannsóknir, án þess að samþykki sé fengið frá þess tilbærum aðilum.
- Ég mun standa vörð um trúnaðarsamband við sjúkling og mun sjá til þess að sjúklingurinn hafi ásættanlegan aðgang að virkri meðferð.
- Ég mun koma fram við starfsfélaga af virðingu, kurteisi og sanngirni og mun sýna öðrum starfsstéttum hið sama.
- Ég mun byggja upp fjárhagslegt umhverfi í mínu faglega starfi í samræmi við faglega staðla, sem tryggja sem best þarfir sjúklinganna fyrst, síðan ráðgjafans, stofnunarinnar og starfsstéttarinnar.
- Ég mun eftir bestu getu vera virkur þátttakandi í vinnu er miðar að því að efla þjónustu fyrir alla, sem þjást af áfengis- og vímuefnafíkn, óháð kynþætti eða félagslegum bakgrunni.