Ráðstefna FÁR í Skógum 2010

Dagana 8. – 10. Október sl. var haldin árleg ráðstefna FÁR í Skógum. Undanfarin ár hefur ráðstefnan verið á vorin en síðastliðið vor varð að fresta ráðstefnunni vegna náttúruhamfara í kjölfar goss í Eyjafjallajökli. Það var ákveðið að halda ráðstefnuna núna á haustmánuðum frekar en láta hana falla niður þetta árið.
Margir fróðlegir fyrirlestrar voru haldnir og eru þeim sem þá fluttu færðar sérstakar þakkir fyrir þá miklu vinnu sem þau lögðu á sig til að gera dagskránna sem besta úr garði.

 

Hjalti Björnsson flutti yfirlitserindi á föstudagskvöldinu um íhlutun og inngrip í vanda áfengissjúkra.
Laugardagurinn hófst síðan með afar fróðlegu erindi Georg Heide sem hann kallaði „hugleiðing ráðgjafa“, á eftir honum kom Sigurður Gunnsteinsson með erindi um batann og morgninum lauk síðan með erindi Þóru Björnsdóttur um þverfaglega samvinnu. Eftir hádegi flutti K.Halla Magnúsdóttir erindi um kulnun og Hulda Eggertsdóttir talaði síðan um siðareglur. Dagurinn endaði síðan á klípusögum og hópumræðum.
Á sunnudeginum var Guðjón Bjarnason frá Barnaverndarstofu með yfirlitserindi um feril barnaverndarmála og starfsemi Barnaverndarstofu.
Að þessu loknu héldu ráðstefnugestir heim á leið eftir þriggja daga vel heppnaða dagskrá þar sem fór saman fræðsla, samvera og skemmtun.
Stjórn FÁR þakkar öllum fyrir þátttökuna, ráðstefnugestum sem og fyrirlesurum.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *