Stjórn FÁR kom saman í dag og samþykkti að halda árlega ráðstefnu FÁR helgina 16-18 apríl í Skógum undir Eyjafjöllum.
Þetta er í tólfta sinn sem FÁR heldur ráðstefnu sem þessa og í níunda sinn sem hún er haldin í Skógum. Það er hefð fyrir því að eitt meginþema sé á ráðstefnum FÁR og á því er engin undantekning þetta árið. Þema ráðstefnunnar er; áfengis og vímuefnaráðgjafinn sem fagmaður í þverfaglegu teymi. Þó að dagskráin liggi ekki endanlega fyrir geta allir tekið helgina frá. Það verður hefðbundin dagskrá, nokkur inngangserindi og svo umræður. Ráðstefnan hentar öllum sem vinna með fíkla á meðferðarstofnunum, áfangaheimilum, fangelsum og meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá stjórn FÁR.