Greinin er rituð í tilefni af svari sem landlæknir, Matthías Halldórsson, sendi Ólafi Skorrdal vegna athugasemda Ólafs við frétt mbl.is um tölfræði SÁÁ. Í greininni er gagnrýnt að landlæknir sneiði að forstöðulækni SÁÁ með órökstuddum hætti. Greinin birtist á vefsvæði höfundar hjá Eyjunni (eyjan.is) og á vef SÁÁ 21. Júní 2009.
Landlæknir sendi frá sér merkilegt plagg þann 15. Júní síðastliðinn. Plaggið er ekki einungis merkilegt fyrir þær sakir að það er ekki til birtingar á heimasíðu landlæknisembættisins heldur á síðu þeirra sem lögleyfa vilja kanbisnotkun á Íslandi, kannabis.net.