Opið bréf til Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns
Þessi grein er rituð í formi opins bréfs til Ágústs Ólafs Ágústssonar sem var varaformaður Samfylkingarinnar þegar greinin var rituð.
Vorið 2007 mátti litlu muna að frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum væri samþykkt á Alþingi. Engin teljandi umræða var um málið í fjölmiðlum, andstaða lítil á þingi og í raun réð tímaskortur því að frumvarpið var ekki samþykkt. Sumarið 2007 hófst áróður fyrir þessu máli í nokkrum fjölmiðlum og var greinilega verið að undirbúa jarðveg fyrir komandi þing. Við einsleitum fréttaflutningnum brugðust Ari Mathíasson þáverandi framkvæmdastjóri hjá SÁÁ og undirritaður þáverandi vímuefnaráðgjafi og rannsakandi hjá SÁÁ. Má segja að viðbrögðin hafi markað upphaf almennrar og öflugrar andstöðu við frumvarp um sölu á áfengi í matvöruverslunum, sú andstaða átti drjúgan þátt í því að frumvarpið fékk ekki afgreiðslu á Alþingi vorið 2008.
Greinin í heild á vef FÁR
Greinin var send fjölmiðlum og Ágústi Ólafi Ágústsyni. Hún var fyrst birt á vef SÁÁ í júlí 2007.