Nýir meðlimir í stjórn FÁR

Á aðalfundi FÁR núna í vor var kosið í stjórn félagsins og formenn ráða innan þess

 Á aðalfundi FÁR núna í vor var kosið í stjórn félagsins og formenn ráða innan þess. Úr stjórninni viku þau Þórdís Davíðsdóttir, Ómar Þór Ágústsson og Ingunn Björnsdóttir. Tillaga stjórnar um að kjósa þau Stefaníu Jónsdóttur og Sigurjón Helgason til þriggja ára var samþykkt. Þá var samþykkt að kjósa Halldóru Jónasdóttur í stjórn til eins árs. Hjalti Björnsson var kosinn formaður til tveggja ára.

Stjórn FÁR er því eftirfarandi

Hjalti Björnsson, formaður
Halldóra Jónasdóttir
Hulda M. Eggertsdóttir
Páll Geir Bjarnason
Sigurður Gunnsteinsson
Sigurjón Helgason
Stefanía Þóra Jónsdóttir

Formaður siðaráðs var kjörinn Hörður J. Oddfríðarson
Formaður kjararáðs var kjörinn Karl S. Gunnarsson
Formaður fagráðs var kjörinn Hjalti Björnsson

FÁR þakkar fráfarandi stjórnar- og nefndarmönnum störf sín og býður nýja meðlimi velkomna til starfa fyrir félagið.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *