NGCCB prófstaðall

Fræðsluefni / NCAC prófstaðallAðilar hafa komist að samkomulagi um að bjóða ráðgjöfum á Íslandi uppá réttindapróf NGCCB að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:
  • Að próftaki geti sýnt fram á 300 klukkustunda kennslu frá viðurkenndri heilbrigðisstofnun.
  • NGCCB tekur CAC réttindi útgefin af NAADAC sem fullgilda staðfestingu á þessu skilyrði.
  • Að próftaki geti sýnt fram á 30 klukkustunda sértækt nám um spilafíkla til að taka Stig I og 60 klukkustunda nám til að taka Stig II.
  • Að próftaki geti sýnt fram á 100 klukkustunda starfsreynslu þar sem veitt er handleiðsla af viðurkenndum handleiðurum til að taka Stig I, og 2000 klukkustunda starfsreynslu þar sem veitt er handleiðsla af viðurkenndum handleiðurum til að taka Stig II.
  • Starfsreynslu þarf að votta með eyðublöðum CI, CII, SI,II,III og SI, II, og III.
  • Að próftaki standist forpróf FÁR.
  • Að próftaki hafi lesið og samþykkt skriflega siðareglur NCPG og FÁR
  • Að próftaki skili til réttindaráðs FÁR fullgildri umsókn tveimur mánuðum fyrir próf, standi skil á prófgjaldi og að fyrir liggi allar upplýsingar um starfsferil og menntun próftaka.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *