Fræðsluefni / NCAC prófstaðall
Samkomulag er milli FÁR (Félags Áfengisráðgjafa) og NAADAC um að frá og með mars 2003 geti félagar í FÁR tekið öll próf NAADAC.
- CAC I (Certified Alcohol Counselor Level 1)
- CAC II (Certified Alcohol Counselor Level 2) og
- MAC (Master Alcohol Counselor)
Samkomulagið felur einnig í sér að FÁR hefur leyfi til að nota kennsluefni NAADAC og gefa út viðurkenningar á þeirri kennslu sem félagið stendur fyrir.
Prófin eru á ensku og er það PTC sem hefur umsjón með prófunum. Samstafaðili PTC hér á landi er Mímir símenntun.Hægt er að nálgast lesefni hjá réttindaráði FÁR sem einnig veitir allar upplýsingar um prófin. Netfang: far.is; to=far@fa.is“ target=“_blank“ style=“color: rgb(96, 96, 96);“>far@far.isKostnaður við prófið er 40.000,- kr.
Ein endurtaka er innifalin í því gjaldi ef próf er endurtekið næsta mögulega prófdag.
Eftir það er greitt annað prófgjald.
Til að taka CACI prófið þarf eftirfarandi skilyrðum að vera fullnægt
- Að próftaki hafi unnið a.m.k. 6000 klst. (að lágmarki 3 ár) við áfengis- og vímuefnaráðgjöf á viðurkenndri stofnun þar sem regluleg handleiðsla fer fram.
- Að próftaki sé starfandi á viðurkenndri stofnun þegar prófið fer fram.
- Að próftaki hafi hlotið a.m.k. 300 klst. kennslu og þjálfun í áfengis- og vímuefnameðferð, þar af séu 6 klst. um AIDS/HIV og 6 klst. um siðfræði
- Að próftaki standist forpróf FÁR.
- Að próftaki hafi lesið og samþykkt skriflega siðareglur NAADAC og FÁR
- Að próftaki skili til réttindaráðs FÁR fullgildri umsókn tveimur mánuðum fyrir próf, standi skil á prófgjaldi og að fyrir liggi allar upplýsingar um starfsferil og menntun próftaka.
Til að taka CACII prófið þarf eftirfarandi skilyrðum að vera fullnægt
- Að próftaki hafi lokið bachelor gráðu eða sambærilegri menntun
- Að próftaki hafi unnið a.m.k. 10000 klst. (að lágmarki 5 ár) við áfengis- og vímuefnaráðgjöf á viðurkenndri stofnun þar sem regluleg handleiðsla fer fram.
- Að próftaki sé starfandi á viðurkenndri stofnun þegar prófið fer fram.
- Að próftaki hafi lokið 500 klst. kennslu og þjálfun í áfengis- og vímuefnameðferð, þar af séu 6 klst. um AIDS/HIV og 6 klst. um siðfræði
- Að próftaki standist forpróf FÁR.
- Að próftaki hafi lesið og samþykkt skriflega siðareglur NAADAC og FÁR
- Að próftaki skili til réttindaráðs FÁR fullgildri umsókn tveimur mánuðum fyrir próf, standi skil á prófgjaldi og að fyrir liggi allar upplýsingar um starfsferil og menntun próftaka.
Til að taka MAC prófið þarf eftirfarandi skilyrðum að vera fullnægt
- Að próftaki hafi ,,masters”gráðu af háskólastigi í húmanískum fræðum, , eða starfsréttindi í félagsráðgjöf, sálarfræði, hjúkrunarfræði eða læknisfræði
- Að próftaki hafi unnið a.m.k. 6000 klst. (að lágmarki 3 ár) við áfengis- og vímuefnaráðgjöf á viðurkenndri stofnun þar sem regluleg handleiðsla fer fram.
- Að próftaki sé starfandi á viðurkenndri stofnun þegar prófið fer fram.
- Að próftaki hafi lokið 500 klst. kennslu og þjálfun í áfengis- og vímuefnameðferð, þar af séu 6 klst. um AIDS/HIV og 6 klst. um siðfræði.
- Að próftaki standist forpróf FÁR.
- Að próftaki hafi lesið og samþykkt skriflega siðareglur NAADAC og FÁR
- Að próftaki skili til réttindaráðs FÁR fullgildri umsókn tveimur mánuðum fyrir próf, standi skil á prófgjaldi og að fyrir liggi allar upplýsingar um starfsferil og menntun próftaka.