NAADAC prófið verður 13. desember 2008

Eins og komið hefur fram á vef FÁR eru fjórir ráðgjafar að undirbúa sig undir að taka próf NAADAC. Ráðgjafarnir hafa þegar fengið réttindi heilbrigðisráðherra og hafa starfað sem áfengisráðgjafar í 4-6 ár.

 Eins og komið hefur fram á vef FÁR eru fjórir ráðgjafar að undirbúa sig undir að taka próf NAADAC. Ráðgjafarnir hafa þegar fengið réttindi heilbrigðisráðherra og hafa starfað sem áfengisráðgjafar í 4-6 ár.Til að taka CACI prófið þarf próftaki (ráðgjafanemi) að hafa unnið a.m.k. 6000 klst. (að lágmarki 4 ár) við áfengis- og vímuefnaráðgjöf á viðurkenndri stofnun þar sem regluleg handleiðsla fer fram og aðalstarf nemans er áfengisráðgjöf.

Hann þarf að hafa fengið a.m.k. 300 klst. kennslu í sérhæfðum fræðum um áfengis- og vímuefnameðferð sem skiptast jafnt á milli eftirtalinna fjögurra flokka. Lyfjafræði vímuefnanna, ráðgjafastarfið, fræðilegur grunnur áfengisráðgjafar og fagleg mál.

Einnig þarf hann að samþykkja skriflega siðareglur NAADAC og FÁR og hafa staðist forpróf FÁR.Forprófin fara fram 19-22 september og mun Bill Cote fyrrum formaður réttindaráðs NAADAC stjórna prófunum hjá FÁR.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *