Lög Félags Áfengis- og vímuefnaráðgjafa1. greinFélagið heitir Félag Áfengis- og vímuefnaráðgjafa, skammstafað FÁR. Félagssvæði FÁRs er allt landið. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.


2. greinFÁR er fagfélag áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Félagið er deild innan SFR. Tilgangur félagsins er;

1. að efla samvinnu og samstarf félagsmanna
2. að bæta faglegan hag þeirra og hvetja til aukinnar menntunnar í starfi
3. að vera málsvari félagsmanna út á við og eiga samstarf við sambærileg félög erlendis
4. að gæta þess að þeir sem starfa við áfengis- og vímuefnaráðgjöf uppfylli kröfur um siðferði sbr siðareglur félagsins
5. að standa vörð um réttindi félaga
6. að beita sér í kjaramálum félaga og hafa áhrif á kröfugerð fyrir kjarasamninga þeirra


Til þess skal starfrækja Fagráð, Siðaráð og Kjararáð innan félagsins. Þessi sérráð starfa á ábyrgð og með fulltingi stjórnar félagsins.


2.2 Fagráð skal;
1. fylgjast með að nám áfengis og vímuefnaráðgjafa sé í samræmi við kröfur á hverjum tíma
2. sjá um framkvæmd prófa NAADAC, fyrir áfengis og vímuefnaráðgjafa á Íslandi samkvæmt reglum þar um
3. stuðla að þátttöku félagsmanna í ráðstefnum erlendis
4. mynda stefnu í samskiptum/samstarfi FÁR og félagsmanna FÁR við einstaklinga, hópa og stéttir sem vinna að skyldum málum
5. gæta lögverndunar á starfsheitinu “áfengis og vímuefnaráðgjafi”
Fagráð er skipað 3 einstaklingum. Formaður ráðsins er kjörinn á aðalfundi félagsins til eins árs en stjórn félagsins skipar tvo nefndarmenn til sama tíma á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund.2.3 Kjararáð skal;
1. undirbúa kröfugerð fyrir kjarasamninga í samvinnu við trúnaðarmenn áfengis- og vímuefnaráðgjafa innan SFR
2. vinna í samvinnu við trúnaðarmenn að kjarasamningi
3. gæta að kjörum félagsfólks
Kjararáð er skipað 3 einstaklingum. Formaður ráðsins er kjörinn á aðalfundi félagsins til eins árs, en stjórn félagsins skipar tvo nefndarmenn til sama tíma á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund.2.4 Siðaráð skal;
1. fylgjast með og gæta að því að félagsmenn fylgi siðareglum félagsins á hverjum tíma
2. koma með tillögur um breytingar á siðareglum til stjórnar fyrir aðalfund
3. stuðla að virkri umræðu félagsmanna um siðareglur félagsins
4. fjalla um brot á siðareglum, kærur og koma með tillögur til stjórnar um viðurlög
Siðaráð er skipað 3 einstaklingum. Formaður ráðsins er kjörinn á aðalfundi félagsins til eins árs en stjórn félagsins skipar tvo nefndarmenn til sama tíma á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund.3. greinRétt til aðildar hafa allir er koma að meðferð alkóhólista og aðstandenda þeirra, sem starfa á, eða hafa starfaða á, viðurkenndum stofnunum, samkvæmt skilgreiningu í 3. grein 2. mgr. reglugerðar Heilbrigðis- og tryggingarráðuneytisins nr. 974/2006 um menntun, réttindi og skyldur áfengis- og vímuefnaráðgjafa og sem stjórn FÁR samþykkir.

Félagsmenn skulu undirrita siðareglur félagsins og telst sú gjörð beiðni um inngöngu í félagið.

Áfengis og vímuefnaráðgjafar teljast hafa lokið námi þegar þeir hafa uppfyllt ákvæði 3. greinar reglugerðar nr. 974/2006 um menntun, réttindi og skyldur áfengis- og vímuefnaráðgjafa. 

Félagsmenn skulu vera skuldlausir við félagið á aðalfundi. Þeir félagsmenn sem skulda félagsgjöld, hafa seturétt á aðalfundi og málfrelsi. Kjörgengi og kosningarétt öðlast félagsmaður í samræmi við 5. og 7. greinar þessara laga. Skuldi félagsmaður tvö ár í félagsgjöldum fellur hann sjálfkrafa af skrám félagsins og getur ekki orðið félagi aftur nema fyrir liggi uppgjör á skuld viðkomandi og samþykki stjórnar.


4. greinAðild að félaginu getur verið með fernum hætti: 

1. Fulla aðild fá þeir sem hafa leyfi heilbrigðisráðherra til að kalla sig Áfengis- og vímuefnaráðgjafa, eru í starfi sem slíkir á viðurkenndum meðferðarstofnunum og falla undir kjarasamninga félagsins eða SFR.
2. Starfsaðild (Nemaaðild) fá þeir starfa að áfengis- og vímuefnaráðgjöf á viðurkenndum meðferðarstofnum og falla undir kjarasamninga félagsins eða SFR, en uppfylla ekki skilyrði heilbrigðisráðherra til að kalla sig Áfengis- og vímuefnaráðgjafa.
3. Fagaðild fá þeir sem hafa leyfi heilbrigðisráðherra til að kalla sig Áfengis- og vímuefnaráðgjafa en eru ekki í starfi á viðurkenndum meðferðarstofnunum.
4. Aukaaðild fá þeir sem ekki eru taldir í stafliðum a,b og c.


Stjórn félagsins skal halda félagatal.

Félagsgjald er hið sama hvernig svo sem félagsaðild einstaklinga er háttað.


5. greinStjórn félagsins skal skipuð 7 aðalmönnum, formanni og sex öðrum. Formaður skal kosinn beinni kosningu til tveggja ára í senn, en aðrir stjórnarmenn eru kosnir til þriggja ára – tveir í senn. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund.

Félagslegur skoðunarmaður reikninga skal vera einn og annar til vara og skulu þeir kosnir á aðalfundi til eins árs í senn.


6. greinStjórn félagsins skal framkvæma ákvarðanir félagsfunda. Formaður boðar stjórnarfundi. Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar mætir og ræður afl atkvæða úrslitum.


7. greinAðalfundur skal haldinn fyrir febrúarlok ár hvert. Stjórn skal boða til aðalfundar, á heimasíðu félagsins eða á annan sannanlegan hátt, með minnst 10 daga fyrirvara. Fundurinn er löglegur ef rétt er boðað til hans.

Dagskrá fundarins skal vera sem hér segir:

1. skýrsla stjórnar
2. lesnir og bornir upp til staðfestingar reikningar félagsins
3. lagabreytingar (þurfa að berast til stjórnar a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund)
4. ákvörðun um félagsgjöld
5. kosning stjórnar sbr 5. grein
6. kosning formanna sérráða sbr. 2. grein
7. kosning félagslegra skoðunarmanna reikninga sbr. 5. grein
8. önnur mál


Málfrelsi á aðalfundi eiga allir félagsmenn og sérstakir gestir félagsins. 

Kosningarétt og kjörgengi í stjórnarkjöri og til formennsku í sérráðum eiga þeir sem taldir eru upp í stafliðum a, b og c í 4. grein. Hið sama á við þegar kosið er um lagabreytingar.

Afl atkvæða ræður á fundinum. Þó þarf 2/3 hluta atkvæða til að lagabreytingar ná fram að ganga.


8. greinStjórn félagsins hefur æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda.

Félagsstjórn boðar til funda í félaginu, þegar hún sér ástæðu til. Skylt er að boða til félagsfundar, ef a.m.k. 1/5 félagsmanna krefjast þess, enda tilgreini þeir fundarefni.


9. greinFormaður stjórnar fundum. Heimilt er honum þó að skipa sérstakan fundarstjóra. Fundarstjóri úrskurðar ágreining um fundarsköp. Halda skal gerðarbók um alla félags- og stjórnarfundi.


10. greinReikningsár félagsins skal vera almanaksárið. Aðalfundur ákvarðar félagsgjald og hvenær breyting á félagsgjaldi tekur gildi.


11. greinÁ félagsfundum er heimilt að kjósa nefndir til að fjalla um ákveðin málefni í samráði við félagsstjórn. Stjórninni er einnig heimilt að kveða félagsmenn sér til aðstoðar í einstökum málum.


12. greinFara skal að almennum félagslögum ef upp koma vafaatriði í framkvæmd þessara laga.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *