Nú er bara að drífa sig í tweed ferðafötin, steikja nokkrar kótelettur, setja kaffi a köflóttan brúsa og bruna í austurátt því í kvöld hefst í Skógum árleg ráðstefna FÁR.
Til að hita sig upp fyrir fjörið og koma sér í rétt skap þá er upplagt að skoða myndir frá liðnum dögum á myndasíðu FÁR þar sem má sjá suma með minni bumbu og aðra með meira hár.
Í Skógum er hægt að bregða sér á byggðasafnið eða njóta einstakrar náttúru.Á boðstólnum verður svo hlaðborð af visku, reynslu og fræðslu sem skola má niður með ótæmandi ánægju og gleði. Víst er að umræður, samræður, einræður og vandræður verða stundaðar fram á nótt.
Verið er að undirbúa kvöldvöku og er rætt um tilnefningu til grímuverðlauna þetta árið.
Sjáumst í Skógum !