Heiðurs félagar

Helga Guðrún Óskarsdóttir
Verið virk í stjórn FÁR
Hóf störf hjá SÁÁ 2004 og meðal annars starfað sem dagskrárstjóri í fjölskyldudeild SÁÁ. Lauk námi sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi 2008 og er með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Stóðst
NADAAC próf 2008. Heiðursfélagi FÁR 2019

Gísli Stefánsson
Hóf störf hjá SÁÁ 1. apríl 1982
Fór svo að starfa hjá Meðferð hf. 1988 og starfaði á Fitjum á Kjalanesi sem var afvötnunar og meðferðarstöð fyrir alkóhólista og vímuefnasjúklinga frá Skandinavíu til. 15. júní 1991. Hóf störf hjá SAGA SVARTNÄS AB í Falun kommun í Svíþjóð 15. júní 1991 sem áfengis-og vímuefnaráðgjafi og aðstoðardagskrárstjóri. Hóf aftur störf hjá SÁÁ sem áfengis-og vímuefnaráðgjafi 1995. Meðal annars unnið sem dagskrárstjóri á Göngudeild SÁÁ, Staðarfelli og svo á áfangaheimilinu Vin. Lokapróf í allmennri áfengis-og vímuefnaráðgjöf frá skóla SÁÁ í áfengisráðgjöf apríl 2007 Lauk CAC 1 prófi NAADAC (National Assosiation of Alcohol and Drug Addiction Counslors) (Bandarísku
Ráðgafasamtökin) Verið virkur í stjórn FÁR og er meðal annars formaður siðanefndar FÁR

Sigurður R Gunnsteinsson
Hóf störf hjá SÁÁ desember 1978
Diploma frá Johnson Institute school for alcohol studies 1979
Styrkþegi frá Fullbright foundation til þáttöku í Counsel of International programs 1982 Atlanta USA. Viðurkenndur áfengis og vímuefnaráðgjafi af Heilbrigðis og tryggingarmálaráðuneytinu í mai 2007 Próf frá Skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsfólk 2005 og 2007
Certified Relapse prevention specialist 2007
Relaps prevention counseling 2007
NACA- réttindi 2004
Verið virkur í stjórn FÁR fá stofnun félagsins og meðal annars starfað sem varaformaður félagsins.