Haustráðstefna SÁÁ

SÁÁ stendur fyrir sinni árlegu Haustráðstefnu sem haldin verður í Von, Efstaleiti 7, 4. og 5. október n.k.
Á laugardaginn 6. október er svo árlegur Hátíðar- og Afmælisfundur samtakanna í Háskólabíói.
Áfengis- og vímuefnaráðgjafar og áhugafólk um fíknivanda ætti ekki að láta ráðstefnuna framhjá sér fara.

Dagskrá ráðstefnunnar má finna á eftirfarandi hlekk: Dagskrá

 Yfirskrift ráðstefnu

 Fíklar þurfa góða meðferð hvar sem þeir eru í 
heilbrigðiskerfinu


 Málstofa um eldri áfengis- og vímuefnasjúklinga

 Sprautufíklar á Íslandi – málstofa

 Hugræn atferlismeðferð fyrir sprautufíkla

SÁÁ hefur árum saman haldið haustráðstefnu í tengslum við 
afmælisfundinn í Háskólabíó. Að þessu sinni verður sjónum beint að 
tvígreindum fíklum með geðsjúkdóma og haldnar verða málstofur um 
eldri áfengis- og vímuefnasjúklinga og sprautufíkla á Íslandi.
Fyrirlestrar verða fluttir af læknum, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum, 
áfengis- og vímuefnaráðgjöfum, og fleirum — og munu allir vanda sig við 
að tala ekki inn í eigin stétt heldur þvert á móti þannig að aðrar stéttir og 
leikmenn geti skilið. 

Þessi ráðstefna er ekki aðeins ætluð fagmönnum sem vinna við áfengis- og vímuefnameðferð heldur öllu áhugafólki um áfengis- og vímuefnavandann. 
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Afmælisfundur SÁÁ verður svo haldinn í Háskólabíói, laugardaginn 6. 
október. Húsið opnar fyrir almenning kl. 12:30. Auk kynningar í andyri 
hússins verður boðið upp á forsýningu á stuttmynd kl. 13:00, stutta 
fyrirlestra í hliðarsal frá 13:00 og svo verður heilmikið prógram frá kl. 
14:00 í stóra salnum.

Dagskrá ráðstefnunnar má finna á eftirfarandi hlekk: Dagskrá

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *