Í rannsókn sem birt var 14.September 2020 á heimasíðu NIDA, (National Institute on Drug Abuse) má sjá hversu útsettari einstaklingur með fíknsjúkdóm er gagnvart Covid-19 og fylgikvillum smits veirunnar.
Niðurstöður benda til þess að heilbrigðisstarfsmenn ættu að fylgjast sérstaklega með sjúklingum með virkan fíknsjúkdóm og setja af stað aðgerðaráætlanir sem vernda þennan hóp gagnvart smiti og alvarlegri afleiðingum þess.
Í rafrænum persónuvernduðum gögnum sjúklinga bandaríska heilbrigðiskerfisins má sjá að 10,3% þess úrtaks yfir milljóna einstaklinga glími við fíknisjúkdóm en þeir eru 15,6% þeirra sem greinst hafa með Covid-19.
„Hjarta og æðakerfi ásamt lungu þeirra sem eru með fíknsjúkdóm hafa oft veikst og eru viðkvæm fyrir sem gæti að hluta útskýrt útsetningu fyrir Covid-19,“ segir Dr.Volkow„
Annar áhrifaþáttur er jaðarsetning einstaklinga sem glíma við virkan fíknsjúkdóm, sem gerir þeim erfiðar en ella að leita á náðir heilbrigðisþjónustunnar. Það er skylda heilbrigðisstarfsfólks að sinna þeim sérstöku áskorunum sem fylgja þessum viðkvæma hóp samfélagsins, rétt eins og þeir myndu sinna öðrum áhættuhópum.
Dr. Volkow ásamt Rong Xu, Ph.D., fóru yfir frá 360 sjúkrastofnunum víðsvegar innan bandaríkjanna sem söfnuð höfðu verið til 15 júní 2020.
Úrtakið innihélt 73 milljónir sjúklinga og rétt um 7,5 milljónir þeirra voru greindir með fíknsjúkdóm. Rétt um 12 þúsund voru greindir með Covid-19 og 1880 voru bæði með Covid-19 og fíknsjúkdóm.
Greina mátti áhættuþætti þeirra með fíknsjúkdóm með afgerandi hætti. Sjúkrahúsinnlagnir mældust 41% á móti 30,1% og dauðsföll þessa hóps mældust 9,6% á móti 6,6%.
Að mati greinarhöfunda benda niðurstöður rannsókna til mikilvægi þess að skima fyrir og meðhöndla fíknsjúkdóm samhliða aðgerðaráætlunum sem stuðla að því að höndum utan um Covid-19 heimsfaraldurinn.
Greininga má svo lesa HÉR
Dr Nora Volkow forseti NIDA, National Institute on Drug Abuse er okkur á Íslandi sem störfum við heilbrigðisþjónustu áfengis og vímuefnasjúkra að góðu kunn.
Dr Volkow hélt meðal annars erindi á 40 ára afmælisráðstefnu SÁÁ 2017 sem má sjá HÉR
Birkir Björnsson Áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ tók saman.