K. Halla Magnúsdóttir, Helga Óskarsdóttir og Helgi M. Magnússon luku þann 13. desember 2008 prófum NAADAC með viðunandi árangri og munu þau fá skírteini sín afhent formlega á næstu dögum. Þau þrjú hafa starfað hjá SÁÁ síðan 2004 og höfðu öll lokið ráðgjafanámi og hlotið réttindi sem áfengis og vímuefnaráðgjafar frá landlæknisembættinu.
Halla Magnúsdóttir, Helga Óskarsdóttir og Helgi M. Magnússon luku þann 13. desember 2008 prófum NAADAC með viðunandi árangri og munu þau fá skírteini sín afhent formlega á næstu dögum. Þau þrjú hafa starfað hjá SÁÁ síðan 2004 og höfðu öll lokið ráðgjafanámi og hlotið réttindi sem áfengis og vímuefnaráðgjafar frá landlæknisembættinu.
23. janúar árið 2004 útskrifuðust 4 ráðgjafar með NCAC viðurkenningu NAADAC og síðan þá hafa ellefu ráðgjafar bæst í hópinn. Þetta próf er viðurkenning á færni og þekkingu þessara ráðgjafa og vottun um að þeir standist ströngustu faglegu kröfur sem gerðar eru í heiminum til áfengis- og vímuefnarágjafa. Viðurkenningin felst í því að ráðgjafinn geri grein fyrir menntun sinni í faginu og vilja sínum til endurmenntunar, einnig að hann gangist undir með undirskrift siðareglur þær sem settar eru af NAADAC og FÁR. Að lokum þarf ráðgjafinn að standast próf sem inniheldur 250 spurningar um lyfjafræði, siðfræði, verkfærni og þekkingargrunn áfengis- og vímuefnarágjafar. Til að standast prófið þarf að svara yfir 170 spurningum réttum. Margir hafa lagt mikið á sig og gengist undir prófið en ekki náð tilætluðum árangri og segir það mest um einbeittan vilja þeirra að flestir hafa þá lagt á sig enn meiri vinnu og tekið prófin aftur og staðist þau.
Þetta er ekki auðvelt próf og hefur FÁR hafnað öllum tilboðum NAADAC um tilslakanir og sett stefnuna á það besta sem við þekkjum í dag. Prófin fara fram á ensku, þau eru undir óháðu eftirliti PTC sem sérhæfir sig í prófunum fyrir ýmis fagfélög. Það hefur sýnt sig að árangur okkar á Íslandi er ekki lakari en þeirra sem taka prófið á sínu móðurmáli sem segir okkur mest um gæði menntunar áfengis- og vímuefnarágjafa.
Undir forustu Hjalta Björnssonar formanns FÁR var hafist handa um að ná samningum við NAADAC í maí árið 2000. Í mars 2003 fóru svo Hjalti Björnsson og Magnús Einarsson á fund réttindaráðs NAADAC í Washington USA. Tilgangur ferðarinnar var að ganga frá samkomulagi milli FÁR og NCC (Réttindaráð NAADAC) um að áfengis- og vímuefnaráðgjafar gætu tekið réttindapróf NAADAC á Íslandi. Þetta var afrakstur mikillar vinnu sem hafði verið unninn af hálfu FÁR með bréfaskriftum og viðræðum við forsvarsmenn NAADAC frá árinu 2000. Á þessum tíma var NCAC próf NAADAC eina viðurkennda prófið sem var sérstaklega ætlað þeim er stunda áfengis- og vímuefnaráðgjöf.
Afraksturinn er að 15 ráðgjafar sem hafa hlotið menntun sína og þjálfun hjá SÁÁ hafa í dag útskrifast sem NCAC ráðgjafar. Stjórn FÁR óskar þremenningunum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.