Aðalfundur og starfsdagur FÁR

Aðalfundur og starfsdagur FÁR var haldinn 20.febrúar síðastliðinn. Tekin voru fyrir ýmis mál á aðalfundi þar á meðal var kosin nýr meðlimur í stjórn félagsins, Ingunn Björnsdóttir. Við bjóðum Ingunni velkomna í stjórnina.

 

Jafnframt  var kosið í ráð félagsins, siðaráð, fagráð og kjararáð. Teknir voru fyrir reikningar og skýrsla stjórnar.

 

Að því loknu tók við starfsdagur FÁR þar sem Sigurður Guðmundsson hélt erindi um hvers unglingar vænta frá áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Fróðlegt að velta fyrir sér hvað þau meta fari í ráðgjafa og eftir fyrirlesturinn voru umræður. Þá borðuðum við saman hádegisverð. Svo var Karl Gunnarssson með erindi um áfengi og auglýsingar. Tók hann þar fyrir skýrslu sem verið er að vinna fyrir fjármálaráðuneytið og kom margt þar fróðlegt fram. Karl fjallaði einnig um áfengislögin og hvernig er farið framhjá þeim í sambandi við áfengisauglýsingar. Eftir erindið var umræða og samantekt. Það er alltaf gaman að hittast, þessir dagar eru skemmtilegir og gefa fólki kraft og endurnýjun í starfi.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *