{AG}2017/adalfundur2017{/AG}
Aðalfundur FÁR fyrir árið 2016 var haldinn á Vogi föstudaginn 7.apríl 2017
19 félagar mættu og Hörður Oddfríðarson sat sem fundarstjóri og Halldóra Jónasdóttir sem fundarritari.
Formaður FÁR, Hjalti Björnsson hóf fundinn á að fara yfir skýrslu stjórnar og Páll Bjarnason las skýrslu gjaldkera.
Bæði skyrsla stjórnar og reikningar samþykktir samhljóma. Engar lagabreytingar voru að þessu sinni en tillaga um að félagsgjald haldist óbreytt (850 kr á mánuði) var samþykkt
Kosning stjórnar og staða var eftirfarandi:
Hjalti er formaður til eins árs í viðbót – Hann var kosinn 2016 til tveggja ára.
Sigurbjörg Anna Björnsdóttir og Svanur Þorláksson voru kosin til þriggja ára 2015
Halldóra og Páll Geir voru kosin til þriggja ára 2016
Rakel Birgisdóttir og Sigurður Gunnsteinsson voru kosin til þriggja ára 2014. Rakel gefur kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en Sigurður dregur sig í hlé.
Tillaga stjórnar var að Rakel Birgisdóttir og Sara Karlsdóttir skyldu sitja í stjórn til næstu þriggja ára og var hún samþykkt.
- Fagráð – Hjalti Björnsson
- Kjararáð – Karl S Gunnarsson
- Siðaráð – Hörður Oddfríðarson
- Trúnaðarmenn FÁR – Torfi Hjaltason og Rakel – í samninganefnd SFR Halldóra Jónasóttir
Önnur mál:
Páll Bjarnason ræddi um vefinn: Aðkallandi að efla hann. Páll óskaði eftir að hópurinn setji eitthvað inn á vefinn nýir ráðgjafar og eitthvað um nýbygginguna á Vík.
Torfi tók að sér að vera vefstjóri en hann hefur þekkingu og Sara Karls mun starfa með honum sem tengiliður stjórnar.
Hörður ræddi um fagmennsku ráðgjafa: Gæta að okkur og okkar fagi að við erum og verðum áfram burðarásar í fyrirtækinu SÁÁ sem áfengis-og vímuefnaráðgjafar.
Ekki var fleira til umræðu.
Í lok fundar tók formaður FÁR til orða.
Hjalti þakkaði Sigurði Gunnsteinssyni fyrir stjórnarsetur og vel unnin störf fyrir FÁR og bauð nýja stjórnarmeðlimi velkomna. Hann rifjaði upp að það hafi verið mikill kraftur í félaginu þegar það barðist fyrir réttindum okkar á lögverndað starfsheiti, sem hefur dottið niður í lognmollu seinustu ár.
Hjalti hvatti alla ráðgjafa til að fara að skrifa og láta í sér heyra bæði á heimasíðu FÁR og SÁÁ sem og í fjölmiðlum og benti á Pétur Gunnarsson vefstjóra SÁÁ sem er tilbúinn til að aðstoða. Hann minnti á að við áfengis- og vímuefnaráðgjafar erum með lögverndað starfsheiti og að ekki sálfræðingar né félagsráðgjafar geta unnið okkar störf.
Fleira ekki rætt á aðalfundi.
Fundi slitið