Aðalfundur FÁR 2011

Aðalfundur FÁR  var haldinn 19. Febrúar 2011 í húsnæði SFR að Grettisgötu 89. Á dagskránni voru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt auglýsingu.

 

Kjósa þurfti tvo menn í stjórn, Sigurður Gunnsteinsson og Hulda Eggertsdóttir áttu að ganga úr stjórn. Þau gáfu bæði kost á sér til endurkjörs og voru endurkjörin. Sigurður Guðmundsson hafði óskað eftir að ganga úr stjórn og þurfti því að kjósa mann í hans stað til tveggja ára.

 

 

 

Eftir aðalfundinn er því stjórnin skipuð eftirtöldum einstaklingum:

 

 

 

Formaður kosinn til tveggja ára 2011: Hjalti Björnsson.

 

Meðstjórnendur kosnir til þriggja ára 2011: Sigurður Gunnsteinsson og Hulda Eggertsdóttir.

 

Meðstjórnendur kosnir til þriggja ára 2010: Ingunn Björnsdóttir og Páll Geir Bjarnason (2011).

 

Meðstjórnendur kosnir til þriggja ára 2009: Þórdís Davíðsdóttir og Ómar Þór Ágústsson

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *