Að eignast frelsi til að drekka ekki með hjálp SÁÁ, grein eftir Sigurð Gunnsteinsson áfengis- og vímuefnaráðgjafa, CAC, nóv 2013

Að eignast frelsi til að drekka ekki  með hjálp SÁÁ

Upphaf bata-samfélagsins eins og við þekkjum það í dag hófst í október 1977 þegar SÁÁ var formlega stofnað.

Fram að þeim tíma áttu alkahólistar og fjölskyldur þeirra ,ekki í mörg hús að vernda til að fá hjálp.

Ekki renndi mönnum í grun um  að SÁÁ ætti eftir að verða það stórveldi í meðferð á alkóhólistum  sem það er orðið í dag, og að það myndi byggjast hér upp stórt og öflugt batasamfélag  sem tekur á móti þeim hundruðum einstaklinga sem ljúka meðferð hjá SÁÁ.

Eitt af því sem þakka má velgengni og framgangi samtakanna er stórhugur og framsýni þeirra sem hafa starfað hjá samtökunum ,svo og velvilji íslensku þjóðarinnar og  skilningur stjórnvalda á þörf þeirrar þjónustu sem samtökin komu með inní heilbrigðiskerfið á Íslandi.

Starfsemi SÁÁ er yfirgripsmikil og breið fylking fagstétta koma að meðferðinni.

Læknar,hjúkrunarfræðingar,Áfengis og vímuefnaráðgjafar,sjúkraliðar félagsfræðingar,sálfræðingar sem hafa áraraða reynslu og þjálfun í sínu fagi.

Allar götur frá fyrstu dögum starfseminnar hefur SÁÁ haldið sjúklingabókhald  sem gefur í dag glögga mynd af stöðu mála í gengum tíðina.

Sjúkrahúsið Vogur sem verður 30 ára á næstu vikum er flaggskip samtakanna , þar fer fram afeitrun og greining á áfengis og vímuefnavandanum svo og þeim fjölmörgu fylgikvillum þessa  sjúkdóms..dvalartími á Vogi er að meðaltali 10 dagar með þó nokkrum undantekningum þegar þess þarf og líkamleg heilsa sjúklinga kallar á  það.

Að lokinn dvöl á Vogi bjóðast breytileg úrræði fyrir sjúklinga til endurhæfingar og ennfremur býður SÁÁ  þjónustu fyrir fjölskyldur þeirra sem koma til meðferð 

Á Vík á Kjalarnesi er sérstök kvennameðferð

Á Staðarfelli í Dalasýslu er 28 daga meðferð fyrir karla

Á Vík á Kjalarnesi er sérstök meðferð fyrir karla 55 ára og eldri

Unglingameðferð og Fjölskyldumeðferð er í Göngudeild SÁÁ Efstaleiti

Um þessar mundir er SÁÁ að ráðast í byggingu álmu við Vog fyrir þá sem eru  í mestu þörf fyrri mikla umönnun vegna slæmrar heilsu  og leitar nú eftir stuðningi landsmanna eins og oft áður.

Styðjum starfsemi SÁÁ                        

Áfram Vogur

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *