Aðalfundur Fár og starfsdagur verður þann 27. febrúar næstkomandi. Fundurinn er haldinn á Grettisgötu 89 og hefst kl.10 fh.
Dagskrá fundarins:
- Skýrsla stjórnar
- Lesnir og bornir upp til staðfestingar reikningar félagsins
- Lagabreytingar (þurfa að berast til stjórnar a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund)
- Ákvörðun um félagsgjöld
- Kosning stjórnar sbr 5. grein
- Kosning formanna sérráða sbr. 2. grein
- Kosning félagslegra skoðunarmanna reikninga sbr. 5. grein
- Önnur mál
Að loknum aðalfundi verður starfsdagur FÁR þar sem Svanur Þorláksson, Áfengis- og vímuefnaráðgjafi flytur fyrirlesturinn „Góðir eiginleikar ráðgjafa“. Umræður að fyrirlestri loknum. Gera má ráð fyrir að aðalfundur og starfsdagur standi frá kl. 10 til kl. 15. Hádegisverður í boði FÁR.
Stjórn FÁR, Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa.