Aðalfundur FÁR var haldin þann 11. September sl.
Formaður félagsins, Kristbjörg Halla Lleshi Magnúsdóttir fór yfir starfið á tímum heimsfaraldursins Covid-19, verkefnin framundan og þakkaði Oddi Sigurjónssyni Áfengis og vímuefnaráðgjafa hjá SÁÁ og Inga þór Eyjólfssyni Áfengis og vímuefnaráðgjafa og Forstöðumanns neyðarskýlis Reykjavíkurborgar sérstaklega fyrir samstarfið sl. misseri, þar sem þeir eru að ganga úr stjórn og gáfu ekki kost á sér aftur.
Miklar og góðar umræður um starfið fylgdu í kjölfarið og ljóst að á fundinum sátu fundarmenn sem brenna fyrir starfinu og hagsmunum skjólstæðinga sinna.
Einnig tilkynnti Kristbjörg Halla að umboð hennar sem formaður rynni út á næsta aðalfundi eftir þá 4 ára setu í því hlutverki og þar sem stutt væri í fjölgun í fjölskyldunni myndi hún ekki sækjast eftir formennsku áfram og hvatti fundarmenn að bjóða sig fram í stjórn eða í formennsku á næsta aðalfundi sem áætlaður er í febrúar 2022.
Í stað Inga Þórs Eyjólfssonar og Odds Sigurjónssonar voru kosin inn þau Þórunn Ansen og Pall Reykdal Jóhannesson sem bæði starfa við áfengis og vímuefnaráðgjöf hjá SÁÁ
Einnig var kosið í Fagráð, Kjararáð og Siðaráð FÁR og fengu allir formenn ráðanna endurnýjuð umboð í áframhaldandi störf.
Formaður Fagráðs er Hörður J.Oddfríðarson, formaður Kjararáðs er Ásgrímur Jörundsson og formaður Siðaráðs er Gísli Stefánsson, allt löggiltir áfengis og vímuefnaráðgjafar með áratugareynslu í starfi.
Eftir aðalfundinn kom Hildur Thors yfirlæknir á offitusviði Reykjalunds með erindi um neyslu eftir efnaskiptaaðgerðir.
Erindið var sérlega áhugavert og fræðandi og þökkum við Hildi Thors kærlega fyrir komuna.