Aðalfundur FÁR 2022

Aðalfundur FÁR fór fram í dag,

Þar tók Oddur Sigurjónsson við sem nýr formaður FÁR af Kristbjörgu Höllu Lleshi Magnúsdóttur, sem eftir 4 ára setu sem formaður gaf ekki kost á sér.

Sigurbjörg Annna Þór Björnsdóttir sem hefur verið gjaldkeri félagsins og Halldóra Jónasdóttir sem hefur verið varaformaður gengu úr stjórn og gáfu ekki kost á sér aftur.

Í þeirra stað voru þær Elín Þórdís Meldal Gísladóttir og Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir kosnar í stjórn félagsins.

Halldóra Jónasdóttir var gerð að sérstökum heiðursmeðlimi FÁR, eftir að hafa starfað í faginu frá 1988 og unnið ötullega í starfi, bæði í skjólstæðingavinnu og í félagi áfengis og vímuefnaráðgjafa.

Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir var kosin formaður Siðaráðs FÁR, Ásgrímur Jörundsson formaður kjararáðs FÁR og Kristbjörg Halla Lleshi Magnúsdóttir formaður fagráðs FÁR.

Stjórn Fár þakkar þeim sem gengur úr stjórn samstarfið og býður nýja stjórnarmeðlimi velkomna.