Félag áfengis og vímuefnaráðgjafa

Áfengis og vímuefnaráðgjafar er lögvernduð starfstétt sem vinnur með málefni fólks með áfengis og vímuefnavanda og aðstandendur þeirra.

Kjarni starfsins

Tilgangur starfs áfengis- og vímuefnaráðgjafa er að bæta
lífsgæði einstaklinga með vanda vegna áfengis- eða annarra
vímuefna með áherslu á að hjálpa þeim að draga úr eða
hætta notkun vímuefna og auka skilning þeirra á
fíknisjúkdómum. Áfengis- og vímuefnaráðgjafi aðstoðar fólk
við að meta stöðu sína gagnvart notkun og áhrifum vímuefna
á líf þess. Hann styður skjólstæðinga og aðstandendur þeirra
til jákvæðra breytinga m.a. með samtölum, viðtölum,
fræðslu og hópavinnu og veitir þeim stuðning í gegnum
viðeigandi meðferð. Áfengis- og vímuefnaráðgjafi
skipuleggur og sinnir margskonar fræðslu. Hann sýnir
umhyggju og virðingu í öllum samskiptum og leitast við að
mæta ólíkum þörfum fólks s.s. út frá kyni, aldri, félagslegri
stöðu og alvarleika vandans. Áfengis- og vímuefnaráðgjafi
nýtur leiðsagnar næsta yfirmanns en vinnur sjálfstætt að
afmörkuðum verkefnum í samráði og samvinnu við aðrar
fagstéttir. Starfsvettvangur ráðgjafa er einkum á
meðferðarstofnunum og oft er um vaktavinnu að ræða.
Starfið getur verið andlega og líkamlega krefjandi og áreiti
mikið og stundum skapast aðstæður sem geta ógnað öryggi
fólks.

um félagið

Félagið heitir Félag Áfengis- og vímuefnaráðgjafa, skammstafað FÁR.

stjórn

Hér má lesa og fræðast um stjórn félagsins 2020

siðareglur

Siðareglur félags áfengis og vímuefnaráðgjafa

fréttir