Forsíða
box

Um félagið 

Félagið heitir Félag Áfengis- og vímuefnaráðgjafa, skammstafað FÁR. Lesa nánar.
box2

Siðareglur 

Siðareglur Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Lesa nánar.
box3

Myndagallerý

Myndasafn Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Lesa nánar.

FÉLAGSFUNDUR FÁR ásamt fyrirlestri verður haldinn sunnudaginn 19/11 í húsnæði SFR, að Grettisgötu 89.

DAGSKRÁ:

10:30 – Húsið opnar

11:00 – Félagsfundur FÁR

12:00 – Léttar veitingar

12:30 – „Allt sem þig hefur langað að vita um áfengis- og vímuefnaráðgjöf en aldrei þorað að spyrja um“

Haukur Ingi Jónasson lektor við Háskólann í Reykjavík,  talar um siðferði og samskipti.

14:30 – Dagskrá lokið

Vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn!

Stjórn FÁR

 

Frá og með fimmtudeginum 1. júní 2017 greiðir SÁÁ áfengisráðgjöfum og dagskrárstjórum laun samkvæmt nýrri launatöflu, sem samið hefur verið um í núgildandi kjarasamningi. Launataflan nýja byggir á álagsþrepum í stað aldursþrepa gömlu launatöflunnar. Engin stöðluð aldursþrep eru því í nýju launatöflunni. Hins vegar á samkvæmt núgildandi kjarasamningi (5 gr.11.3.2.2) meðal annars að taka mið af starfsaldri viðkomandi við röðun í störf samkvæmt nýju launatöflunni. Nálgast má núgildandi kjarasamning ásamt gömlu og nýju launatöflunum hér (pdf-skjal 4.6mb).

Nýja launataflan gildir frá 1. júní 2017 til 31. maí 2018. Frá 1. júní 2018 verður 3% hækkun á þessari nýju launatöflu samkvæmt núgildandi kjarasamningi, sem nær til 31. mars 2019, en þá eru kjarasamningar lausir nema samið hafi verið að nýju áður.

Kjararáð FÁR
Karl Gunnarsson formaður
Páll Bjarnason
Jón Börkur Ákason

Fréttatilkynningu í fullri lengd er hægt að nálgast hér (pdf-skjal 480k).

adalfundur_far_2017-02.jpgadalfundur_far_2017-01.jpg

Aðalfundur FÁR fyrir árið 2016 var haldinn á Vogi föstudaginn 7.apríl 2017 

19 félagar mættu og Hörður Oddfríðarson sat sem fundarstjóri og Halldóra Jónasdóttir sem fundarritari.
Formaður FÁR, Hjalti Björnsson hóf fundinn á að fara yfir skýrslu stjórnar og Páll Bjarnason las skýrslu gjaldkera. 
Bæði skyrsla stjórnar og reikningar samþykktir samhljóma. Engar lagabreytingar voru að þessu sinni en tillaga um að félagsgjald haldist óbreytt (850 kr á mánuði) var samþykkt