Forsíða
box

Um félagið 

Félagið heitir Félag Áfengis- og vímuefnaráðgjafa, skammstafað FÁR. Lesa nánar.
box2

Siðareglur 

Siðareglur Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Lesa nánar.
box3

Myndagallerý

Myndasafn Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Lesa nánar.

far

far radstefna small

Aðalfundur FÁR haldinn  laugardaginn 17 febrúar. 2018

- Halldóra Jónasdóttir ritari tók saman

Af 39 gildum félögum voru 30 mættir á fundinn

30 félagsmenn mættir.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.

Hjalti Björnsson formaðu setti fundinn og var   Þorleifur Gunnlaugsson kosinn  fundastjóri og Halldóra Jónasdóttir fundaritari.

Hjalti flutti skýrslu stjórnar.

Hjalti fór yfir starf síðasta árs ráðstefna var haldin í samstarfi við SÁÁ  haldin var starfsdagur  og stjórnin fundaði.    Fór hann yfir mikilvægi menntunnar og að halda þyrfti utan um það  52 ráðgjafar hafa hlotið réttindi og 18 NAAdac réttindi.  Fór hann aðeins yfir hvað væri að gerast í HÍ í sambandi við áfengis og vímuefnaráðgjafa. 

Þakkaði Hjalti síðan fyrir samstarfið og þeim sem höfðu starfað með honum í FÁR og hvarf af fundi.

Páll fór yfir reikninga félagsins og var skýrsla stjórnar og reikningar samþykkti . 

Félagsgjald er 850 kr  og kom tillaga að hækka í 1000 kr en það var ekki samþykkt og er því félagsgjaldið 850 kr áfram.

Kristbjörg Halla Magnúsdóttir bauð sig fram sem formann og var  hún sjálfkjörin.

Kosning stjórnar

Kosið var um tvo í stjórn en þrír voru í framboði.

Oddur Sigurjónsson og Ingi Þór Eyjólfsson  hlutu flest atkvæði og voru þeir kosnir til þriggja ára. Aðrir í stjórn eru Halldóra Jónasdóttir og Páll Bjarnason kosin 2016 til þriggja ára og Sara og Rakel kosnar 2017 til þriggja ára.

Stjórnina skipa því :

Kristbjörg Halla  formaður  , Páll Bjarnason  Halldóra Jónasdóttir, Sara Karlsdóttir, Rakel Birgisdóttir, Oddur Sigurjónsson og Ingi Þór Eyjólfsson og mun stjórnin skipta með sér verkum á  fyrsta stjórnarfundi.

Kosning  formanna í  Ráð:  Fagráð ,Kjararáð og Siðaráð.

Tvö framboð í  Fagráð og Hörður Oddfríðarson var kosin.   Ásgrímur Jörundsson kosin í Kjararáð  og í  Siðaráð var   Gísli Stefánsson kosin.

Munu formenn velja með sér tvo í hvert ráð.

Skoðunarmenn Karl Gunnarsson og Ásgrímur Jörundsson

Kristbjörg Halla talaði og þakkaði stuðninginn og kvaðst hlakka til að vinna fyrir félagið. Hún sagði að hún hafi upplifað margt í félaginu mikla uppgangstíma og líka lægð og að félagið væri langt frá félagsmönnum. Í sambandi við kjarabaráttu væri skilyrði að geta talað saman og heyra hvað félagsmenn vilja.

Önnur mál:

Gísli þakkaði Hjalta fyrir hans framlag og óskaði nýjum formanni til hamingju.  Lagði áhersu á að við þurfum að halda utan um stéttina og halda áfram menntunar og kjarabaráttu. Mikil reynsla og þekking til innan  félagsins.

Siggi tók undir orð Gísla og  þakkaði  Hjalta. Óskaði nýjum formanni og stjórn til hamingju .  Ánægður  með hversu margir mættu.  Talaði um hvernig þessi hópur kemur við líf flestra alka og aldrei er talað við hann um mál þessa hóps.

Fleira ekki á dagskrá