Samningurinn fer í kynningu á meðal félagsmanna SFR og greidd atkvæði um hann. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir 12. febrúar. Samningurinn nær til félagsmanna SFR sem starfa sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar og dagskrárstjórar. Sjá vef SFR.
Fimmtudaginn 14. janúar verður haldinn fundur um kjaramál FÁR kl. 8:30 í húsnæði SFR, Grettisgötu 89, jarðhæð (BSRB-húsið). Áður en fundur hefst kl 8:00 er boðið upp á morgunverð, kaffi, te, rúnstykki og álegg.
Farið verður yfir stöðu mála sem gætu verið betri. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta og hitta samninganefndina.
Mikilvægt að allir sem geta mæti og taki þátt!
Almennur félagsfundur Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa verður haldinn í húsi SFR að Grettisgötu 89 mánudaginn 1. júní 2015 kl. 17:00
Á fundinum verða kosnir trúnaðarmenn Fár í trúnaðarmannaráð SFR og farið verður yfir stöðu og möguleika í kjaraviðræðum áfengisráðgjafa hjá SÁÁ.
Árleg ráðstefna Fár verður haldin dagana 17.-19. apríl 2015 að Laugum í Sælingsdal.
Aðalfundur FÁR, Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa, verður haldinn 16. febrúar 2014 kl. 10 að Grettisgötu 89, húsi SFR.
Að loknum aðalfundi verður starfsdagur FÁR þar sem fjallað verður um siðferðileg álitamál
Aðalfundur FÁR, Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa, verður haldinn sunnudaginn 16. febrúar 2014 kl. 10 að Grettisgötu 89, húsi SFR.
Starfsdagur Fár verður haldinn 19. október í húsi SFR að Grettisgötu 89 og hefst kl. 10:00. Yfirskriftin er Motivational Interviewing 2. hluti.
Ráðstefna Fár vorið 2013 verður haldin að Laugum í Sælingsdal dagana 5.-7. apríl 2013
Dagskrá uppsett í meðfylgjandi auglýsingu
Smellið á myndina til að sjá auglýsinguna
Aðalfundur FÁR verður haldinn klukkan 10 laugardaginn 16. Febrúar 2013 í húsnæði SFR að Grettisgötu 89.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt auglýsingu.
Að aðalfundi loknum verður haldinn starfsdagur.
Ráðstefna Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa verður haldin í Skógum undir Eyjafjöllum dagana
4.- 6. maí 2012
Yfirskrift ráðstefnunnar er Áfengis- og vímefnaráðgjöf – Ósköp venjulegt starf ?
Á aðalfundi FÁR núna í vor var kosið í stjórn félagsins og formenn ráða innan þess
SÁÁ stendur fyrir sinni árlegu Haustráðstefnu sem haldin verður í Von, Efstaleiti 7, 4. og 5. október n.k.
Á laugardaginn 6. október er svo árlegur Hátíðar- og Afmælisfundur samtakanna í Háskólabíói.
Áfengis- og vímuefnaráðgjafar og áhugafólk um fíknivanda ætti ekki að láta ráðstefnuna framhjá sér fara.
Dagskrá ráðstefnunnar má finna á eftirfarandi hlekk: Dagskrá
Þann 10. desember síðastiðinn luku þau Hulda Eggertsdóttir, Karl S. Gunnarsson og Páll Geir Bjarnason prófum NAADAC með viðunandi árangri.
Lesa nánar: Þrír íslenskir áfengis- og vímuefnaráðgjafar í viðbót með NCAC-réttindi
Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa heldur aðalfund þann 25. febrúar 2012 að Grettisgötu 89, 105 Reykjavík kl. 10:00.
Að aðalfundi loknum verður starfsdagur
FÁR stendur fyrir starfsdegi laugardaginn 17. september kl 10:00 í húsi SFR að Grettisgötu 89. Yfirskrift dagsins er "Ungur nemur, gamall temur".
Félag Áfengis- og vímuefnaRáðgjafa heldur starfsdag Laugardaginn 14. maí kl 10 til 14 að Grettisgötu 89 (Sal SFR).
Aðalfundur FÁR var haldinn 19. Febrúar 2011 í húsnæði SFR að Grettisgötu 89. Á dagskránni voru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt auglýsingu.
Félag áfengis og vímuefnaráðgjafa heldur aðalfund þann 19. Febrúar 2011 að Grettisgötu 89, 105 Reykjavík kl. 10:00
Þann 28. Október næstkomandi kemur Bill Cote fv. formaður réttindaráðs NAADAC, NCC, til landsins. Hann býður félagsmannönnum FÁR upp á fræðslu. Fræðslan verður í sal SFR að Grettisgötu laugardaginn 30. 10.2010 og hefst kl. 9:00
Samkomulag er milli FÁR (félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa) og NAADAC um að frá og með mars 2003 geti félagar í FÁR tekið öll próf NAADAC. CAC I (Certified Alcohol Counselor Level 1), CAC II (Certified Alcohol Counselor Level 2) og MAC (Master Alcohol Counselor). Einnig að FÁR hefur leyfi til að nota kennsluefni NAADAC og gefa út viðurkenningar á þeirri kennslu sem félagið stendur fyrir.