Fréttir

FÉLAGSFUNDUR FÁR ásamt fyrirlestri verður haldinn sunnudaginn 19/11 í húsnæði SFR, að Grettisgötu 89.

DAGSKRÁ:

10:30 – Húsið opnar

11:00 – Félagsfundur FÁR

12:00 – Léttar veitingar

12:30 – „Allt sem þig hefur langað að vita um áfengis- og vímuefnaráðgjöf en aldrei þorað að spyrja um“

Haukur Ingi Jónasson lektor við Háskólann í Reykjavík,  talar um siðferði og samskipti.

14:30 – Dagskrá lokið

Vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn!

Stjórn FÁR

 

Frá og með fimmtudeginum 1. júní 2017 greiðir SÁÁ áfengisráðgjöfum og dagskrárstjórum laun samkvæmt nýrri launatöflu, sem samið hefur verið um í núgildandi kjarasamningi. Launataflan nýja byggir á álagsþrepum í stað aldursþrepa gömlu launatöflunnar. Engin stöðluð aldursþrep eru því í nýju launatöflunni. Hins vegar á samkvæmt núgildandi kjarasamningi (5 gr.11.3.2.2) meðal annars að taka mið af starfsaldri viðkomandi við röðun í störf samkvæmt nýju launatöflunni. Nálgast má núgildandi kjarasamning ásamt gömlu og nýju launatöflunum hér (pdf-skjal 4.6mb).

Nýja launataflan gildir frá 1. júní 2017 til 31. maí 2018. Frá 1. júní 2018 verður 3% hækkun á þessari nýju launatöflu samkvæmt núgildandi kjarasamningi, sem nær til 31. mars 2019, en þá eru kjarasamningar lausir nema samið hafi verið að nýju áður.

Kjararáð FÁR
Karl Gunnarsson formaður
Páll Bjarnason
Jón Börkur Ákason

Fréttatilkynningu í fullri lengd er hægt að nálgast hér (pdf-skjal 480k).

adalfundur_far_2017-02.jpgadalfundur_far_2017-01.jpg

Aðalfundur FÁR fyrir árið 2016 var haldinn á Vogi föstudaginn 7.apríl 2017 

19 félagar mættu og Hörður Oddfríðarson sat sem fundarstjóri og Halldóra Jónasdóttir sem fundarritari.
Formaður FÁR, Hjalti Björnsson hóf fundinn á að fara yfir skýrslu stjórnar og Páll Bjarnason las skýrslu gjaldkera. 
Bæði skyrsla stjórnar og reikningar samþykktir samhljóma. Engar lagabreytingar voru að þessu sinni en tillaga um að félagsgjald haldist óbreytt (850 kr á mánuði) var samþykkt

Aðalfundur Fár verður haldinn kl. 17:15, föstudaginn 7. apríl nk. á Vogi

Dagskrá er eftirfarandi:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Lesnir og bornir upp til staðfestingar reikningar félagsins
 3. Lagabreytingar (þurfa að hafa borist til stjórnar a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund)
 4. Ákvörðun um félagsgjöld
 5. Kosning stjórnar sbr 5. grein
 6. Kosning formanna sérráða sbr. 2. grein
 7. Kosning félagslegra skoðunarmanna reikninga sbr. 5. grein
 8. Önnur mál

Stjórn FÁR

Fár kynnir Í Von, Efstaleiti 7, 16.-17. apríl n.k. 
Gerard Schmidt er ráðgjafi (MA, MAC, LPC) og starfsmaður NAADAC

Dagskrá:
Laugardagur kl 9-17:

 • Tvígreindur vandi (Co-occurring disorders)
 • Stig breytinga (Stages of Change)
 • Áhugahvetjandi samtöl (Motivational Interviewing)

Sunnudagur kl 9-17:

 • Handleiðsla (Clinical Supervision)

Aðgangseyrir er enginn.

Aðalfundur Fár og starfsdagur verður þann 27. febrúar næstkomandi. Fundurinn er haldinn á Grettisgötu 89 og hefst kl.10 fh.

Dagskrá fundarins: 

 1. Skýrsla stjórnar 
 2. Lesnir og bornir upp til staðfestingar reikningar félagsins 
 3. Lagabreytingar (þurfa að berast til stjórnar a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund) 
 4. Ákvörðun um félagsgjöld 
 5. Kosning stjórnar sbr 5. grein 
 6. Kosning formanna sérráða sbr. 2. grein 
 7. Kosning félagslegra skoðunarmanna reikninga sbr. 5. grein 
 8. Önnur mál

Að loknum aðalfundi verður starfsdagur FÁR þar sem Svanur Þorláksson, Áfengis- og vímuefnaráðgjafi flytur fyrirlesturinn „Góðir eiginleikar ráðgjafa“. Umræður að fyrirlestri loknum. Gera má ráð fyrir að aðalfundur og starfsdagur standi frá kl. 10 til kl. 15. Hádegisverður í boði FÁR.

Stjórn FÁR, Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa.

 

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SFR og SÁÁ stóð yfir í vikunni og lauk á hádegi föstudaginn 12. febrúar. Samningurinn var samþykktur með 65% atkvæða, nei sögðu 31,7% og 2,44% skiluðu auðu.

Mánudaginn 8. febrúar kl. 17:15, verður nýr kjarasamningur kynntur félagsmönnum sem starfa hjá SÁÁ. Samningurinn var undirritaður sl mánudag. Fundurinn verður haldinn á Grettisgötu 89, 1. hæð (hús BSRB). Mikilvægt að allir mæti sem mögulega geta, til að kynna sér samninginn. Atkvæðagreiðsla hefst sama dag og stendur til hádegis föstudaginn 12. febrúar.

Samningurinn fer í kynningu á meðal félagsmanna SFR og greidd atkvæði um hann. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir 12. febrúar. Samningurinn nær til félagsmanna SFR sem starfa sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar og dagskrárstjórar. Sjá vef SFR.

Fimmtudaginn 14. janúar verður haldinn fundur um kjaramál FÁR kl. 8:30 í húsnæði SFR, Grettisgötu 89, jarðhæð (BSRB-húsið). Áður en fundur hefst kl 8:00 er boðið upp á morgunverð, kaffi, te, rúnstykki og álegg.

Farið verður yfir stöðu mála sem gætu verið betri. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta og hitta samninganefndina. 

  Dagskrá fundarins:
 1. Farið yfir gang viðræðna
 2. Staðan í dag og möguleikar
 3. Næstu skref

 

Mikilvægt að allir sem geta mæti og taki þátt!

Almennur félagsfundur Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa verður haldinn í húsi SFR að Grettisgötu 89 mánudaginn 1. júní 2015 kl. 17:00

 

Á fundinum verða kosnir trúnaðarmenn Fár í trúnaðarmannaráð SFR og farið verður yfir stöðu og möguleika í kjaraviðræðum áfengisráðgjafa hjá SÁÁ.

Árleg ráðstefna Fár verður haldin dagana 17.-19. apríl 2015 að Laugum í Sælingsdal.

Aðalfundur FÁR, Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa, verður haldinn 16. febrúar 2014 kl. 10 að Grettisgötu 89, húsi SFR.

Að loknum aðalfundi verður starfsdagur FÁR þar sem fjallað verður um siðferðileg álitamál

Aðalfundur FÁR, Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa, verður haldinn sunnudaginn 16. febrúar 2014 kl. 10 að Grettisgötu 89, húsi SFR. 

Starfsdagur Fár verður haldinn 19. október í húsi SFR að Grettisgötu 89 og hefst kl. 10:00. Yfirskriftin er Motivational Interviewing 2. hluti.

Ráðstefna Fár vorið 2013 verður haldin að Laugum í Sælingsdal dagana 5.-7. apríl 2013

Dagskrá uppsett í meðfylgjandi auglýsingu 

Smellið á myndina til að sjá auglýsinguna

 

Aðalfundur FÁR verður haldinn klukkan 10 laugardaginn 16. Febrúar 2013 í húsnæði SFR að Grettisgötu 89.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt auglýsingu. 

Að aðalfundi loknum verður haldinn starfsdagur.

Ráðstefna Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa verður haldin í Skógum undir Eyjafjöllum dagana 
4.- 6. maí 2012
Yfirskrift ráðstefnunnar er Áfengis- og vímefnaráðgjöf – Ósköp venjulegt starf ?

Á aðalfundi FÁR núna í vor var kosið í stjórn félagsins og formenn ráða innan þess

SÁÁ stendur fyrir sinni árlegu Haustráðstefnu sem haldin verður í Von, Efstaleiti 7, 4. og 5. október n.k.
Á laugardaginn 6. október er svo árlegur Hátíðar- og Afmælisfundur samtakanna í Háskólabíói.
Áfengis- og vímuefnaráðgjafar og áhugafólk um fíknivanda ætti ekki að láta ráðstefnuna framhjá sér fara.

Dagskrá ráðstefnunnar má finna á eftirfarandi hlekk: Dagskrá

Þann 10. desember síðastiðinn luku þau Hulda Eggertsdóttir, Karl S. Gunnarsson og Páll Geir Bjarnason prófum NAADAC með viðunandi árangri.