Fréttir

Skráning á starfsdaginn og kaffið fer fram hjá Kristbjörgu Höllu formanns FÁR í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

farMI 1

Skráning á ráðstefnum fer fram hjá Kristbjörgu Höllu formanns FÁR í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

fár ráðstefna

Kæru félagar,

Hér með tilkynnist að ráðstefna FÁR verður haldin að Laugum í Sælingsdal dagana 10.-12. maí.

Dagskrá verður auglýst bráðlega.

Einnig viljum við benda á að stjórn FÁR sendi frá sér umsögn varðandi frumvarp á Alþingi um neyslurými.

Sjá slóð hér um umsagnir FÁR og annarra fagaðila.

 

Þann 9. Mars sl. var haldin starfsdagur FÁR í Efstaleiti 7.

Stjórn FÁR vill þakka Kansas Cafferty fyrir komuna sem og þeim fjölmörgu félagsmönnum sem mættu á Starfsdaginn.

 

Hér koma nokkrar góðar myndir frá heimsókn Kansas til landsins.far3far3far3far3far3far3

Helgina 6.-8. Apríl sl. fór fram árleg ráðstefna Fár á Laugum í Sælingsdal. Mæting var mjög góð og fyrirlestraröðin fjölbreytileg og frá hinum ýmsum hornum áfengis- og vímuefnameðferða á Íslandi.

Við viljum þakka öllum þeim sem fluttu erindi á ráðstefnunni, ráðstefnustjórunum Oddi Sigurjónssyni og Sigurbjörgu Önnu Þór Björnsdóttur og Önnu Margréti Tómasdóttur á Laugum fyrir aðstöðu og ómælda gestrisni. Að lokum þökkum við öllum ráðstefnugestum fyrir komuna og horfum björtum augum til framtíðar okkar sem vinnum við áfengis- og vímuefnaráðgjöf.

far4

Aðalfundur FÁR haldinn  laugardaginn 17 febrúar. 2018

- Halldóra Jónasdóttir ritari tók saman

Af 39 gildum félögum voru 30 mættir á fundinn

30 félagsmenn mættir.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.

Hjalti Björnsson formaðu setti fundinn og var   Þorleifur Gunnlaugsson kosinn  fundastjóri og Halldóra Jónasdóttir fundaritari.

Hjalti flutti skýrslu stjórnar.

Hjalti fór yfir starf síðasta árs ráðstefna var haldin í samstarfi við SÁÁ  haldin var starfsdagur  og stjórnin fundaði.    Fór hann yfir mikilvægi menntunnar og að halda þyrfti utan um það  52 ráðgjafar hafa hlotið réttindi og 18 NAAdac réttindi.  Fór hann aðeins yfir hvað væri að gerast í HÍ í sambandi við áfengis og vímuefnaráðgjafa. 

Þakkaði Hjalti síðan fyrir samstarfið og þeim sem höfðu starfað með honum í FÁR og hvarf af fundi.

Páll fór yfir reikninga félagsins og var skýrsla stjórnar og reikningar samþykkti . 

Félagsgjald er 850 kr  og kom tillaga að hækka í 1000 kr en það var ekki samþykkt og er því félagsgjaldið 850 kr áfram.

Kristbjörg Halla Magnúsdóttir bauð sig fram sem formann og var  hún sjálfkjörin.

Kosning stjórnar

Kosið var um tvo í stjórn en þrír voru í framboði.

Oddur Sigurjónsson og Ingi Þór Eyjólfsson  hlutu flest atkvæði og voru þeir kosnir til þriggja ára. Aðrir í stjórn eru Halldóra Jónasdóttir og Páll Bjarnason kosin 2016 til þriggja ára og Sara og Rakel kosnar 2017 til þriggja ára.

Stjórnina skipa því :

Kristbjörg Halla  formaður  , Páll Bjarnason  Halldóra Jónasdóttir, Sara Karlsdóttir, Rakel Birgisdóttir, Oddur Sigurjónsson og Ingi Þór Eyjólfsson og mun stjórnin skipta með sér verkum á  fyrsta stjórnarfundi.

Kosning  formanna í  Ráð:  Fagráð ,Kjararáð og Siðaráð.

Tvö framboð í  Fagráð og Hörður Oddfríðarson var kosin.   Ásgrímur Jörundsson kosin í Kjararáð  og í  Siðaráð var   Gísli Stefánsson kosin.

Munu formenn velja með sér tvo í hvert ráð.

Skoðunarmenn Karl Gunnarsson og Ásgrímur Jörundsson

Kristbjörg Halla talaði og þakkaði stuðninginn og kvaðst hlakka til að vinna fyrir félagið. Hún sagði að hún hafi upplifað margt í félaginu mikla uppgangstíma og líka lægð og að félagið væri langt frá félagsmönnum. Í sambandi við kjarabaráttu væri skilyrði að geta talað saman og heyra hvað félagsmenn vilja.

Önnur mál:

Gísli þakkaði Hjalta fyrir hans framlag og óskaði nýjum formanni til hamingju.  Lagði áhersu á að við þurfum að halda utan um stéttina og halda áfram menntunar og kjarabaráttu. Mikil reynsla og þekking til innan  félagsins.

Siggi tók undir orð Gísla og  þakkaði  Hjalta. Óskaði nýjum formanni og stjórn til hamingju .  Ánægður  með hversu margir mættu.  Talaði um hvernig þessi hópur kemur við líf flestra alka og aldrei er talað við hann um mál þessa hóps.

Fleira ekki á dagskrá

FÉLAGSFUNDUR FÁR ásamt fyrirlestri verður haldinn sunnudaginn 19/11 í húsnæði SFR, að Grettisgötu 89.

DAGSKRÁ:

10:30 – Húsið opnar

11:00 – Félagsfundur FÁR

12:00 – Léttar veitingar

12:30 – „Allt sem þig hefur langað að vita um áfengis- og vímuefnaráðgjöf en aldrei þorað að spyrja um“

Haukur Ingi Jónasson lektor við Háskólann í Reykjavík,  talar um siðferði og samskipti.

14:30 – Dagskrá lokið

Vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn!

Stjórn FÁR

 

Frá og með fimmtudeginum 1. júní 2017 greiðir SÁÁ áfengisráðgjöfum og dagskrárstjórum laun samkvæmt nýrri launatöflu, sem samið hefur verið um í núgildandi kjarasamningi. Launataflan nýja byggir á álagsþrepum í stað aldursþrepa gömlu launatöflunnar. Engin stöðluð aldursþrep eru því í nýju launatöflunni. Hins vegar á samkvæmt núgildandi kjarasamningi (5 gr.11.3.2.2) meðal annars að taka mið af starfsaldri viðkomandi við röðun í störf samkvæmt nýju launatöflunni. Nálgast má núgildandi kjarasamning ásamt gömlu og nýju launatöflunum hér (pdf-skjal 4.6mb).

Nýja launataflan gildir frá 1. júní 2017 til 31. maí 2018. Frá 1. júní 2018 verður 3% hækkun á þessari nýju launatöflu samkvæmt núgildandi kjarasamningi, sem nær til 31. mars 2019, en þá eru kjarasamningar lausir nema samið hafi verið að nýju áður.

Kjararáð FÁR
Karl Gunnarsson formaður
Páll Bjarnason
Jón Börkur Ákason

Fréttatilkynningu í fullri lengd er hægt að nálgast hér (pdf-skjal 480k).

adalfundur_far_2017-02.jpgadalfundur_far_2017-01.jpg

Aðalfundur FÁR fyrir árið 2016 var haldinn á Vogi föstudaginn 7.apríl 2017 

19 félagar mættu og Hörður Oddfríðarson sat sem fundarstjóri og Halldóra Jónasdóttir sem fundarritari.
Formaður FÁR, Hjalti Björnsson hóf fundinn á að fara yfir skýrslu stjórnar og Páll Bjarnason las skýrslu gjaldkera. 
Bæði skyrsla stjórnar og reikningar samþykktir samhljóma. Engar lagabreytingar voru að þessu sinni en tillaga um að félagsgjald haldist óbreytt (850 kr á mánuði) var samþykkt

Aðalfundur Fár verður haldinn kl. 17:15, föstudaginn 7. apríl nk. á Vogi

Dagskrá er eftirfarandi:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Lesnir og bornir upp til staðfestingar reikningar félagsins
 3. Lagabreytingar (þurfa að hafa borist til stjórnar a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund)
 4. Ákvörðun um félagsgjöld
 5. Kosning stjórnar sbr 5. grein
 6. Kosning formanna sérráða sbr. 2. grein
 7. Kosning félagslegra skoðunarmanna reikninga sbr. 5. grein
 8. Önnur mál

Stjórn FÁR

Fár kynnir Í Von, Efstaleiti 7, 16.-17. apríl n.k. 
Gerard Schmidt er ráðgjafi (MA, MAC, LPC) og starfsmaður NAADAC

Dagskrá:
Laugardagur kl 9-17:

 • Tvígreindur vandi (Co-occurring disorders)
 • Stig breytinga (Stages of Change)
 • Áhugahvetjandi samtöl (Motivational Interviewing)

Sunnudagur kl 9-17:

 • Handleiðsla (Clinical Supervision)

Aðgangseyrir er enginn.

Aðalfundur Fár og starfsdagur verður þann 27. febrúar næstkomandi. Fundurinn er haldinn á Grettisgötu 89 og hefst kl.10 fh.

Dagskrá fundarins: 

 1. Skýrsla stjórnar 
 2. Lesnir og bornir upp til staðfestingar reikningar félagsins 
 3. Lagabreytingar (þurfa að berast til stjórnar a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund) 
 4. Ákvörðun um félagsgjöld 
 5. Kosning stjórnar sbr 5. grein 
 6. Kosning formanna sérráða sbr. 2. grein 
 7. Kosning félagslegra skoðunarmanna reikninga sbr. 5. grein 
 8. Önnur mál

Að loknum aðalfundi verður starfsdagur FÁR þar sem Svanur Þorláksson, Áfengis- og vímuefnaráðgjafi flytur fyrirlesturinn „Góðir eiginleikar ráðgjafa“. Umræður að fyrirlestri loknum. Gera má ráð fyrir að aðalfundur og starfsdagur standi frá kl. 10 til kl. 15. Hádegisverður í boði FÁR.

Stjórn FÁR, Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa.

 

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SFR og SÁÁ stóð yfir í vikunni og lauk á hádegi föstudaginn 12. febrúar. Samningurinn var samþykktur með 65% atkvæða, nei sögðu 31,7% og 2,44% skiluðu auðu.