Forsíða
box

Um félagið 

Félagið heitir Félag Áfengis- og vímuefnaráðgjafa, skammstafað FÁR. Lesa nánar.
box2

Siðareglur 

Siðareglur Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Lesa nánar.
box3

Myndagallerý

Myndasafn Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Lesa nánar.

FÁR stendur fyrir starfsdegi laugardaginn 17. september kl 10:00 í húsi SFR að Grettisgötu 89. Yfirskrift dagsins er "Ungur nemur, gamall temur".

 Laugardaginn 17. september n.k. mun Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa halda starfsdag. Yfirskrift dagsins er "Ungur nemur, gamall temur" og er þemað áfengisráðgjafin og þróun hans í starfi frá ráðgjafanema til ráðgjafa með mikla reynslu. Dagskráin hefst kl. 10:00 með erindi Sigurjóns Helgasonar, áfengis- og vímuefnaráðgjafa hjá SÁÁ, sem ber heitið "Gamall temur". Kl. 10:45 mun Páll Geir Bjarnason, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ stíga fram og ber erindi hans heitið "Rós á mykjuhaug". Kl. 11:30 flytur ráðgjafaneminn Guðmann Magnússon síðasta erindi dagsins og nefnist það "Ungur nemur". Að loknum hádegisverði munu fara fram umræður og starfsdegi síðan slitið kl. 14:00 FÁR hvetur félagsmenn til að mæta og taka þátt í starfinu.